FORSÍĐA | UM HÁTÍĐINA | UPPLÝSINGAR | MIĐASALA | 2020 | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 | 2015 | 2014 | 2013 | 2012 | 2011 | 2010

 


Hammondhátíđ Djúpavogs 2011

Bj. Hafţór Guđmundsson og Ólafur Björnsson voru sérlegir rýnar Hammondhátíđar 2011.
Hér fyrir neđan má sjá umfjallanir eftir ţá fyrir alla ţrjá daga hátíđarinnar.

Ţá er einnig hćgt ađ skođa myndir frá hverju kvöldi, en tenglar á ţćr eru neđst í hverri rýni


Fimmtudagurinn

- Fyrsti í Hammond 2011 -

Mýflugurnar eru ekki vaknađar til lífsins í Mývatnssveit en engu ađ síđur hröđuđu Svavar og Silvía sér ţađan líkt og mýflugnager vćri á hćlum ţeirra. Erindiđ var ţó ađ ná í tćka tíđ á upphaf sjöttu Hammondhátíđar á Djúpavogi m.a. til ţess ađ geta flutt setningarávarpiđ á réttum tíma, sem tókst og vel ţađ. Eftir stutt innlegg í töluđu máli flutti Svavar einn af sálmum Jóhanns Sebastían Bach á Hammond orgel Kidda í Hjálmum, sem er heiđurshljóđfćri hátíđarinnar. Ţví hefur veriđ haldiđ fram ađ Bach hafi hugsađ í kössum (jössum), enda hentar tónlist hans ákaflega vel fyrir jassara og t.d. mun betur en margt af ţví sem Grieg, Tjćkofskí og Sveinbjörn Sveinbjörnsson létu eftir sig. Eftir setningarsálminn fór síđan allt í gang.

HETJUR Í EINN DAG ??

Ţar af leiđandi steig Tónleikafélag Djúpavogs á sviđ og ég beiđ eftir ţví, hvort ţeim tćkist ađ sýna fram á ađ ţeir gćtu orđiđ hetjur í meira en einn dag. Tilvísunin er í eitt af ţekktustu lögum David Bowie, sem heitir Heroes og í textanum segir "We can be heroes, just for one day", sem útleggst "viđ getum sko alveg veriđ hetjur, alla vega í einn dag". Mín skođun er sú ađ međ framgöngu sinni hafi ţeir Tónleikafélagar stimplađ sig ţannig inn í hjörtu fjölmargra áheyrenda (u.ţ.b. 100) ađ ţeir verđi taldir hetjur hér um slóđir í meira en einn dag. Hetjur ţurfa jú gjarnan ađ vera djarfar og til ţurfti ákveđna dirfsku ađ velja efnisskrá eingöngu úr smiđju David Bowie, eđa Davíđs Bogasonar, eins og hinn „svali“ söngvari og forsprakki hljómsveitarinnar, Kristján Ingimarsson, kallađi hann í kynningum sínum.

Ţađ verđur ađ segjast eins og er ađ tónlist David Bowie er líklega ekki mjög ţekkt međal ţeirra sem nýlega voru horfnir úr hópi ţeirra, er mega mćta á samkomu sem ţessa án foreldra. Viđ sem eldri erum ţekkjum ađ sjálfsögđu mörg laga David Bowie og vissulega hefur hann markađ djúp spor í tónlistarsögunni. Hann má ekki beint kalla arftaka Bítlanna, enda allt önnur týpa, ţrátt fyrir samhljóm međ rödd hans og John Lennon á ákveđnu tímabili. Ţvert á móti er hann sá sem kom í stađinn fyrir ţá, án ţess ađ menn áttuđu sig á ţví fyrr en löngu seinna. Salurinn var ţó strax međ á nótunum og í loftinu lá ađ ţađ yrđi meira gaman á Hótel Framtíđ, en ađ hanga fyrir framan „imbann“ og horfa á Moldavíu komast í úrslit í Júgravísunum.

Ţetta kvöld var Tónleikafélagiđ frekar fámennt á sviđinu eins og „Stjáni svali“ tók fram í upphafi kynningarinnar og t.d. engar söngdívur eins og stundum hefur veriđ. Eins vantađi ýmsa gítarleikara í hópinn, sbr. fjarveru Ýmis. Ţađ var ţví ekki öfundsvert hlutskipti Stjána ađ ţurfa ađ bregđa sér í margra ţeirra kvikinda líki sem David Bowie hefur skapađ, án ţess ađ hafa nokkurt bakland í söngnum. Í flestum tilfellum kom ţađ ekki ađ sök og lögin komust prýđilega til skila á ţann hátt sem ţau voru framsett. Flutningurinn var ţéttur og ţar vóg ţungt ađkoma hljóđmannsins, Guđjóns Birgis Jóhannssonar hjá Hljóđkerfaleigu Austurlands. Hann hafđi unniđ vinnuna sína vel, er greinilega vel tćkjum búinn og virđist kunna sitt fag ţannig ađ fyllilega verđur óţarft ađ sćkja vatniđ yfir brúna eđa undir lćkinn međan Austfirđingar eiga ađgang slíkri ţjónustu í eđa nálćgt heimabyggđ.

Um frammistöđu einstakra tónlistarmanna í hljómsveitinni ţarf ekki ađ hafa mörg orđ vegna ţess ađ ţeir komu fram sem heild. Bítiđ í ţeim lögum David Bowie, sem urđu fyrir valinu í gćr er ţannig ađ taktvissir menn eiga auđvelt međ ađ elta ólar viđ ţađ og af ţeim sökum gekk Hammond-, bassa-, og gítarleikaranum vel ađ elta Ólaf viđ trommusettiđ, sem er taktfastur međ afbrigđum líkt og grjóthrun í Njarđvíkurskriđum. Nćgir ađ vitna í vin minn Stefán Bragason í ţví sambandi, en hann var einn fárra sem nýtti sér Axarveginn ţetta kvöld í ţessu sambandi og ţakkađi fyrir sig á ţennan hátt:

Hvađ get ég orđlaus svo sem sagt,
ţó sćmir ađ fyrir ţakki.
Ég hlýddi á Óla trommu takt
og tárađist eins og krakki.


Í mörgum lögum Bowie ćgir saman hljómum en Ćgir var međ ţá á hreinu. Hann og Guđmundur Hjálmar báru Ćgishjálm yfir hljómaganginn og ţekktir gítareffektar úr lögum Bowie skiluđu sér til enda. Guđmundur góđi er einfaldlega afburđabassaleikari og ţarna má segja ađ hann hafi klifiđ eitt hiđ hćsta Heiđnaberg á ferli sínum.

Af mörgum ţeim furđuskepnum sem David Bowie hefur breytt sér í valdi Kristján, af međfćddri hógvćrđ, eina af ţeim „persónum“ sem láta glimmerdósir og hársprey eiga sig, áđur en stigiđ er á sviđ. Hann og félagar hans komu á framfćri eins og ađ framan greinir mörgum ţekktustu lögum kappans, svo sem China girl, sem Bowie samdi međ Iggy pop 1975, Changes, Modern love, Rebel Rebel o.fl. Uppklappslögin voru All the young dudes og Ziggy Stardust, en sjálfur hefđi ég viljađ fá ađ heyra aftur Heroes.

Ţađ var sannarlega ţakkarvert fyrir okkur sem höfum látiđ plöturnar hans Bowie rykfalla örlítiđ í hillunum ađ fá hann ţarna aftur beint í ćđ. Framganga Tónleikafélagsins var líklega ţeirra besta frá upphafi (og ţetta segi ég minnugur Pink Floyd tónleikanna ţeirra hér um áriđ).

Kćrar ţakkir fyrir mig.

bhg

ASA TRÍÓ STÍGUR Á STOKK

Djassararnir í ASA tríói stigu á stokk eftir hlé og var enginn sérstakur asi á ţeim í byrjun í hinum suđrćna takti Ţeloníusar Monk. Hljómsveitina skipuđu ţetta kvöld Agnar Már Magnússon, hljómborđsleikari, Andrés Ţór Gunnlaugsson, Gretsch-gítarleikari og Einar Valur Scheving, trommuleikari. Hljómsveitin heitir ASA tríó út af upphafsstöfum Agnars, Scott McLemore og Andrésar, en getur átt viđ međ Einar Val viđ trommurnar, sem er schelfing góđur á sínu sviđi og var ekki ađ sjá og heyra ađ hann vćri í afleysingatúr.

Í raun er ósanngjarnt ađ tala um tríó í ţessu sambandi ţví afburđa bassalína Agnars Más á forláta Roland-skemmtara Tónlistarskólans, sem aldrei hefur munađ fífil sinn fegurri, virkađi ţannig ađ í raun virtist kominn fullgildur (aukameđ)limur í tróíiđ. Í stuttu máli sagt eru ţeir félagar allir háklassaspilarar og í raun er okkur til efs, hvort „band“ fćrari tónlistarmanna hafi spilađ á Hammondhátíđ. Auk ţess var spilagleđin í góđu lagi og sérstaklega var ánćgjulegt ađ horfa á Andrés Ţór, sem spilađi ekki bara međ andlitinu, heldur gjörsamlega  frá hvirfli til ilja, sem yljađi auđvitađ mörgum viđstöddum. Efnisvaliđ var margbreytilegt og m.a. brugđu ţeir sér yfir í angurvćrt lag úr smiđju John Lennon (Beautiful boy) sem salurinn taldi greinilega einn af hápunkuntum flutnings ţeirra félaga. Skömmu eftir kom ţriggja hljóma melódía frá Ray Charles (I got a woman). Flest lögin voru ţannig uppbyggđ, eins og gjarnan er matreitt í djasstónlist, ađ gítar og eftir atvikum Hammondorgel kynntu til sögunnar stef, sem spunniđ var út frá á ţann hátt ađ allir hljóđfćraleikarar fengu ađ njóta sín.  Sjaldan hafa veriđ tekin jafn mörg trommusóló á Hammondhátíđ eins og hér var gert og var ađdáunarvert ađ sjá og heyra hve auđveldlega Einar Valur renndi sér í ţau og hve auđvelt ţeir félagar hans gerđu honum ađ fíla ţau í botn međ innskotum á viđeigandi stöđum.  Jafnvel fígúra annars undirritađs á trommusettinu virtist leggja viđ hlustir og gott ef ekki undir flatt. Tónleikunum lauk kl. 11:38, eftir uppklappslag og ţá var ţađ enginn annar en Jimi Hendrix, sem varđ ţess heiđurs ađnjótandi ađ vera teflt fram af hinu vel spilandi bandi.

Um leiđ og viđ ţökkum ţeim félögum kćrlega fyrir okkur leyfum viđ okkur ađ halda ţví fram, ađ ef ţetta kvöld er vísbending um ţađ sem koma skal ţá er ljóst ađ Hammondhátíđ Djúpavogs 2011 mun skrá nafn sitt á spjald hennar í heild sem viđburđurinn, er enginn hefđi viljađ missa af. Gildir ţađ ekki sízt um ţá fjölmörgu námsmenn frá Djúpavogi, sem nú sitja sveittir yfir prófum eđa undirbúningi ţeirra, en hefđu mikiđ fremur viljađ geta blandađ geđi viđ félaga sína og vini heima fyrir eins og ţeir hafa dyggilega gert undanfarin ár.

Í kvöld stígur Landsliđiđ á stokk međ Pál Rósinkranz í broddi fylkingar. Eitt er víst ađ alltaf verđur // ákaflega gaman ţá.

Myndir frá fyrsta kvöldinu tóku Andrés Skúlason og Birgir Th. Ágústsson.

ób / bhg

Föstudagurinn

- Annar í Hammond 2011 -

Ein af bókum Guđbergs Bergssonar heitir „Tómas Jónsson – metsölubók“. Sögurnar í henni eru sagđar af karlćgu gamalmenni međ ţessu nafni. Í gćr hittum viđ fyrir lagkćrt ungmenni og afburđa efnilegan hammondleikara, Tómas Jónsson, sem hefur flest til ađ bera ađ verđa "metsölubók" á íslenska tónlistarsviđinu. Í ţví sambandi er nóg ađ benda á ađ honum var á tónleikunum í gćr ćtlađ ađ fylla sćti heiđursverđlaunahafa íslensku tónlistarverđlaunanna, Ţóris Baldurssonar.

POTTŢÉTT KVÖLD

Viđ erum semsagt ađ tala um tónleika föstudagskvöldsins en ţá var kynnt til sögunnar blúslandsliđiđ á Íslandi, sem Dóri Braga hefur af vinsemd viđ Djúpavog og Svavar Sigurđsson teflt fram öll árin utan eitt, ţegar Eyjafjallajökull sýndi á sér klćrnar og hamlađi ţví ađ Dóri kćmist á réttum tíma á Djúpavog. Sjá umfjöllun um Hammondhátíđ 2010

Međ Dóra á sviđinu fyrir hlé ţetta kvöld voru m.a trommarinn Jóhann sterki Hjörleifsson og bassaleikarinn Róbert knái Ţórhallsson. Hinn síđarnefndi var ađ koma hingađ í ţriđja sinn, ađ viđ teljum og jafnan aufúsugestur. Ţá var í för međ Dóra Guđmundur (ekki nokkur) Pétursson og hann var ađ sýna á sér klćrnar hér einnig í ţriđja sinn.Téđur Tómas Jónsson var eingöngu í hiđ fyrsta en vonandi ekki síđasta. Dóri sjálfur var ađ koma í fimmta sinn og sem áđur hafđi hann tekiđ ađ sér ađ vera landsliđsţjálfari en greinilegt var ađ hann hafđi tilnefnt Guđmund Pétursson sem ađstođarlandsliđsţjálfara, auk ţess ađ virkja hann í söngnum fyrir hlé. Var ţađ var kćrkomin nýbreytni fyrir Hammondhátíđargesti ađ hlusta á blússkotna rödd hans, sem hann hefur lítiđ beitt hér međal vor.

Viđ ćtlum ekki ađ hafa mörg orđ um frammistöđu hvers og eins, enda er ţađ tryggt vörumerki og ávísun á frábćra spilara og góđa stemmningu, ţegar Dóri Braga mćtir međ félögum sínum á Hammondhátíđ á Djúpavogi. Ţó verđur ekki hjá ţví komist ađ nefna stórkostlega frammistöđu Guđmundar Péturssonar, sem tók hvert heimsklassa sólóiđ á fćtur öđru eins og ađ drekka bráđiđ blý međ nefinu.

Hins vegar hefđi ekki komiđ ađ sök ađ hafa líflegar kynningar á lögunum fyrir hlé, ţó ađ ţađ sé vissulega ákveđinn stíll yfir ţví ađ renna sér hćgt og hljótt inn í nćsta lag ţegar einu er lokiđ.

Síđasta lag fyrir hlé var hiđ ţekkta Shadowslag Sleep walk, sem reyndar fjölmargar hljómsveitir hafa tekiđ upp á strengi sína. Margir halda eflaust ađ ţađ sé eftir Marvin, Welch og Farrar, en hiđ rétta er ađ lagiđ sömdu brćđurnir Santo og Johnny Farina áriđ 1959.

Eftir hlé bćttist skrautfjöđur í hatt Dóra Braga ţegar Páll Rósinkranz steig á sviđ. Hann var ađ koma hingađ í fyrsta skipti, en átti reyndar ađ vera á fyrstu hátíđinni, 2006, bresti okkur ekki minni. Palli er afburđasöngvari og kunnu tónleikagestir svo sannarlega ađ meta framlag hans og ţeirra félaga. Hann átti ţađ til ađ kynna lögin stuttlega, sem átti vel viđ ađ okkar mati. Eftirminnilegum tónleikum lauk rúmlega ellefu og klöppuđu um 200 áheyrendur ţeim félögum verđskuldađ lof í lófa.

Ţá verđur ađ minnast á ţátt hljóđmannsins, Guđjón Birgis Jóhannssonar, sem stóđ sig svo sannarlega í stykkinu líkt og fyrsta kvöldiđ. Ađ öđru leyti vísum viđ  til framlags hans í umfjöllun okkar frá ţví í gćr.

Í kvöld verđa hinir ţekktu Baggalútsmenn međ tvöfalda skemmtun. Kl. 19:00 opnar Hótel Framtíđ fyrir Hammondhátíđargesti og ţá ćtla ţeir međ sínu nefi ađ kynna úrslitakeppnina í Eurovision. Fljótalega eftir ađ sigurlagiđ hefur veriđ kunngjört stíga ţeir á sviđ međ sitt eiginlega prógramm og verđur sjón (heyrn) eflaust sögu ríkari.

Myndirnar međ umfjölluninni hér ađ ofan tóku sem fyrr Birgir Th. Ágústsson og Andrés Skúlason.

ób/bhg/ób

Laugardagurinn

- Ţriđji í Hammond 2011 -

ŢEIR GERA JAFNVEL JÚRÓVISJÓN ÁHUGAVERĐA

Ţađ er ótrúlegt hvađa áhrif söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöđva hefur á heilu samfélögin. Alla vega spyr mađur stundum sjálfan sig ađ ţví, svona eftir á, hafi mađur sett sig í stellingar til ađ fylgjast međ misjöfnu gengi Íslands, hvort tímanum hefđi ekki veriđ betur variđ í eitthvađ annađ. Á tímabili leit út fyrir ađ aflýsa ţyrfti framgöngu Baggalúts á Hammondhátíđ Djúpavogs, ţegar vísir menn uppgötvuđu ađ auglýstir tónleikar rćkjust illţyrmilega á viđ ţann eđla atburđ er nefnist úrslitakvöld Júróvísjón. "Kiddi (Hjálmur í Baggalúti)" mun hafa átt frumkvćđi ađ ţví ađ hvetja Svavar og kó ađ sjá til ţess ađ sjálfum tónleikunum yrđi frestađ um tćpar tvćr klukkustundir og atburđinum varpađ á tjald á Hótel Framtíđ međan borđin svignuđu undir veitingum ţeim, sem í bođi kynnu ađ verđa. Jafnframt bauđ hann fram kynna kvöldsins. Voru ţađ öngvir ađrir en Karl Sigurđsson, söngvari og borgarfulltrúi og hinn snjalli texta- og lagasmiđur Bragi Valdimar Skúlason. Til ađ gera langa sögu stutta var hápunktur ţessa hluta samkomunnar framganga ţeirra félaga  og stigagjöf vina Józsefs Kiss í Ungverjalandi upp á "dúsöpúang". Flestir viđstaddir voru sammála um ađ ţessi keppni hafi orđiđ sú skemmtilegasta sem ţeir ţekktu til - alls ekki vegna keppninnar sem slíkrar, heldur vegna hnyttinna lýsinga Baggalútsmanna sem yfirleitt og međ réttu yfirgnćfđu flutning laganna sjálfra.

Eftir langa biđ hófust svo tónleikarnir. Baggalútur er síbreytilegt fyrirbćri. Allur gangur er á ţví hversu margir hljóđfćraleikarar eru á sviđinu og áheyrendur vita sjaldnast viđ hverju ţeir eiga ađ búast í lagavali, enda hafa sjálfsagt fáar íslenskar hljómsveitar gefiđ út jafn fjölbreytta flóru platna - allt frá angurvćrri Havaíplötu yfir í argasta ađventuţungarokk. Samt var hvorugt af framangreindu í hávegum haft ţetta kvöld, ţótt franska "jólalagiđ" Saddur (Je t'aime... moi non plus) eftir Serge Gainsbourg hafi fengiđ ađ fljóta međ. Ađdáunarvert var ađ fylgjast međ ađalsöngvurunum Guđmundi Pálssyni og Karli Sigurđssyni auk bakradda fara međ hvern snilldartextann eftir Braga Valdimar á fćtur öđrum, án ţess ađ séđ yrđi ađ "teleprompter" (textavél) vćri í seilingarfjarlćgđ. Svo mikiđ var alla vega víst ađ ekki var textastatífunum fyrir ađ fara. Tónlist Baggalútsmanna ţekkja flestir, ţótt sennilega séu ţeirra einna ţekktastir fyrir snilldarleg ađventu- og jólalög sín. Ekki vantađi undirleikarana og t.d. voru fjórir gítarleikarar á sviđinu, n.t.t. Ţorsteinn (Austfirđingur) Einarsson, Guđmundur Pétursson, Guđmundur Kristinn Jónsson og Bragi Valdimar Skúlason. Um bassaleikinn sá Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og reyndist hann fullfćr um ţađ, enda einn besti bassaleikari landsins. Um trommuslátt sá "Hallormurinn" Kristinn Snćr Agnarsson og hélt hann svo sannarlega bandinu saman á sinn einstaklega taktvissa hátt. Síđastur og ekki sístur (en hćstur) var ađ sjálfsögđu Hammondleikarinn Sigurđur Guđmundsson, sem vissulega hafđi sig minna í frammi en sumir félaga hans, en er ómissandi hluti af bandinu. Ţađ dylst svo sem engum sem ađ til ţekkja ađ uppistađan í ţessu bandi eru sömu menn og skipa hina landsfrćgu Hjálma, er spiluđu einmitt á ógleymanlegum tónleikum á Hótel Framtíđ fyrir rúmu ári síđan og settu ađsóknarmet, sem seint mun verđa bćtt (eđa hvađ). Hljóđmađur ţetta kvöld kom úr smiđju hljómsveitarinnar, hvörs nafn vér vitum eigi.

Eins og áđur sagđi er Baggalúturinn fjölbreytt fyrirbćri, en ţarna má segja ađ Köntrísveit Baggalúts hafi veriđ saman komin og lagavaliđ eftir ţví. Ţeir fóru rólega af stađ međ laginu "Pabbi ţarf ađ vinna", sem Rúnar heitinn Júlíusson söng međ ţeim á ódauđlegan hátt á sínum tíma. Upp frá ţví jókst hrađinn á taktinum alltaf meir og meir, ţangađ til ţeir settu kofann hálfpartinn á hvolf međ laginu "Settu brennivín í mjólkurglasiđ vinan" undir lokin. Ţađ hefur vissulega gerst áđur ađ tónleikagestir hafi fariđ ađ dansa á Hammondhátíđum og má finna dćmi um ţađ í umfjöllun hátíđa fyrri ára á síđunni djupivogur.is/hammond. Fótafimir gestir komu ţetta kvöld hvađ eftir annađ á litla plássiđ fyrir framan hljómsveitarpallinn og í lokin var ţađ orđiđ fyllra en nokkuđ annađ í salnum. Eini gallinn viđ tónleikana var hve seint ţeir byrjuđu, ađ ekki sé talađ um hve ţeir enduđu snemma.

Viđ ţökkum fyrir okkur.

Međfylgjandi myndir tók Andrés Skúlason

bhg / ób

Sunnudagurinn

- Fjórđi í Hammond 2011 -

Í BLJÚGRI BĆN ŢÖKKUM VÉR HÁTÍĐARSTUNDINA Í DJÚPAVOGSKIRKJU

Tónlistaratburđir ţeirra ára, sem hluti af Hammond hátíđinni hefur fariđ fram í kirkjunni okkar á Djúpavogi hafa orđiđ mörgum minnisstćđir og ađsókn jafnan góđ. Um 140 manns voru í kirkjunni ţennan sunnudag og fjöldi ađkomufólks. Verđur samt hér og nú sérstaklega ađ ţakka Hornfirđingum dugnađ ţeirra viđ ađ sćkja einstaka atburđi hátíđarinnar, en einnig mátti sjá mörg kunnugleg andlit og m.a. árvissa vorbođa frá Akranesi og víđar ađ.
Ţađ var vel til fundiđ ađ ljúka hátíđ ársins 2011 á ljúfum nótum í Djúpavogskirkju, en ţar er hljómburđurinn frábćr, einn sá bezti hér eystra og jafnvel ţótt víđar vćri leitađ.
Ekki var heldur kastađ til höndum í vali flytjenda eins og nú greinir frá:
Fyrri hluti tónleikanna var á vegum „heimamanna“, ţar sem ađ Jószef Bela Kiss og eiginkona hans, Andrea eru starfandi tónlistarkennarar á Djúpavogi. Ţau eru ađ ljúka sínu 3ja starfsári hér . Međ ţeim í för var Guđlaug Hestnes frá Hornafirđi, en ţessa geđţekku og fáguđu tónlistarkonu má alveg telja međ heimamönnum hér m.a. vegna hins góđa og vaxandi samstarfs sem hún og Jószef hafa komiđ á. Hann er hámenntađur söngvari og var vissulega mest áberandi í tónlistaratriđum ţeirra (bćđi á velli og međ hvellandi söng).

Fyrst á efnisskránni var Largo úr óperunni Xerxes eftir Händel. Ţar lék Andrea ofurblítt undir á fiđlu (eina lagiđ sem hún tók ţátt í ađ ţessu sinni), ásamt Guđlaugu, sem fór fimum fingrum um píanóiđ.
Ađ ţví búnu fylgdi arían Pieta Signore eftir Stradella, sem Jószef flutti af „svölum“ kirkjunnar viđ undirleik Guđlaugar.
Ţví nćst kom Santa Lucia, Neapolitanskt sönglag (frá Ítalíu) og má segja ađ salurinn hafi sprungiđ af hrifningu ţegar söngvarinn renndi sér fyrirhafnarlaust upp undir á háa C-iđ. Síđan kom Sumarkveđja eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson viđ texta Páls Ólafssonar. Var ţađ eina íslenzka lagiđ ađ ţessu sinni og er ótrúlegt hve góđum framburđi söngvarinn er búinn ađ ná. Uppklappslagiđ var Aría Alfreds úr óperunni La Traviata eftir Verdi og var greinilegt ađ salurinn vildi fá ađ heyra meira, en ţví miđur gekk ţađ ekki eftir.

Í stuttu máli má segja, ađ framganga „tríósins“ hafi veriđ slík ađ hún ein og sér réttlćtti fyllilega mćtingu á atburđinn, sem ţó hefđi talizt í styttra lagi hefđi ekki meira fylgt á eftir. Undirstrika verđur hve ţađ er sérhverju byggđarlagi mikilvćgt ađ hafa af ađ státa jafn góđu og fórnfúsu tónlistarfólki og hin framangreind eru öll ţrjú.  T.d. verđur framlag Guđlaugar Hestnes til tónlistarlífs á Suđ-Austurlandi seint fullţakkađ, en hún hefur starfađ ađ tónlistarmálum í sinni heimabyggđ í áratugi.

En ţetta var bara byrjunin.

Nú stigu á pall hjónin Ellen Kristjánsdóttir og Eyţór Gunnarsson, sem bćđi eru landsţekktir tónlistarmenn. Og hvílík framganga, bćđi í söng, undirleik, látlausum og umfram allt einlćgum kynningum beggja, einkum ţó Ellenar. Má jafnvel segja ađ hún hafi virkađ sem ţaulvanur predikari og sýnt jákvćđni á flestum sviđum, ţótt örlítiđ bćri á ađ henni eins og fleirum tónlistarmönnum vćri í nöp viđ Tónlistarhúsiđ Hörpu. Lögin komu á fćribandi, flest blíđ og ljúf og hentuđu svo einkar vel stađ og stund, sem var glögg sönnun ţess, hvílíkur heimsviđburđur uppfinning Hammond orgelsins var og hver guđsgjöf ţađ er og hefur veriđ fyrir söfnuđi víđa um lönd, sem ekki hafa pláss eđa peninga fyrir pípuorgelunum (međ allri virđingu fyrir ţeim). Píanóiđ var ţó á sínum stađ og fćrđi Eyţór sig á milli hljóđfćra og notađi jafnvel ţau bćđi í tilfellum í einu og sama laginu.

Fyrsta lagiđ var „Ómissandi fólk“ eftir Magnús Eiríksson, ţann mikla snilling. Síđar á efnisskránni komu lög ME; „Lifđi og dó í Reykjavík“ og „Elska ţig“ (en í ţeim spilađi Eyţór undir á píanóiđ međ bravúr). Snemma á efnisskránni var sálmurinn „Heyr himnasmiđur“ viđ texta Hallgríms Péturssonar og síđar kom annar  sálmur viđ texta sálmaskáldsins. Ellen flutti tvö lög eftir sig og hiđ fyrra af diskinum „Let me be there“, mjög áheyrilegt og henni tókst ađ fá salinn til ađ raula undir hiđ angurblíđa viđlag. Síđar kom „Draumey“ – lag hennar viđ texta Sjón, ákaflega gott og vel flutt. Jón Múli átti sinn sess í dagskránni og m.a. „djassađi“  Eyţór á píanóiđ ţekktasta verk Múlans, Vikivaki, sem mađur fćr aldrei skiliđ af hverju hefur ekki hlotiđ ţann eilífa tónlistarlega sess sem ţví ber á heimsvísu – svo frábćrt sem ţađ er. Ekki skemmdi flutningurinn fyrir, ţótt ákveđinn galsi vćri yfir hinum geđţekka tónlistarmanni, sem reyndar var klćddur eins og enskur sjentilmađur á refaveiđum í skozku hálöndunum (eđa klipptur út úr „brezkum blúnduţćtti í sjónvarpinu“ međ sögusviđi kringum miđja nítjándu öld). Tvö lög ţeirra brćđra Jóns Múla og Jónasar Árnasona fylgdu á eftir og ekki má gleyma lagi bróđur Ellenar, KK, Angel (I think of Angels), sem flutt var af miklum virđuleik, sem ţví hćfir. Ellen er dökkhćrđ en flutningur hennar á lagi Emils Thoroddsen viđ texta Jóns Thoroddsen „Litfríđ og ljóshćrđ“ gćti eins átt viđ um hana sjálfa, hćfilega handsmáa en ţó einkum hýreyga.
Eins og margir sem hingađ koma virđast ţau hafa falliđ fyrir Djúpavogi og Ellen kvađst í kynningum sínum vel getađ hugsađ sér ađ eiga hús á stađnum. Vonandi gengur ţađ eftir en eitt er víst ađ ţeirra bíđur tónlistarhús hérna og tryggir ađdáendur, ţví öruggt má telja ađ tónleikar međ ţeim myndu lađa ađ sér enn fleiri áheyrendur en ţarna voru.
Hafi ţau og allir sem stóđu ađ framangreindum tónleikum kćra ţökk fyrir.

Um kl. 15:45 flutti uppfinningamađurinn Svavar Sigurđsson lokáavarp vegna sjöttu Hammondhátíđar Djúpavogs og ţakkađi öllum ţeim, sem komu henni á laggirnar og hafa stutt frá upphafi. Nefndi hann sérstaklega Menningarráđ Austurlands í ţví sambandi, ađ ógleymdum ţeim fjölmörgu, sem hátíđina sćkja og skapa ţví í raun endanlegan grunn undir hana. Einnig ţakkađi hann Tónleikafélagi Djúpavogs fyrir ómetanlegt framlag, bćđi í formi spilamennsku, lán á hljóđfćrum og ađstođ fjölmarga ţćtti hátíđarinnar. Ţá ţakkađi stjórn Tónlistarfélags Djúpavogs, sem hefur veriđ bakland hátíđarinnar frá upphafi og gat sérstaklega ađhaldssemi gjaldkera félagsins, Hlífar Herbjörnsdóttur, sem hann taldi ómetanlega. Ađ lokum gaf Svavar sterklega í skyn ađ fyrir nćstu hátíđ yrđi búiđ ađ kaupa notađ Hammond  orgel (framleiđslu ţeirra er fyrir löngu hćtt) og ekki yrđi ráđist á garđinn ţar sem hann vćri lćgstur, ţví stefnan hefđi veriđ sett á B3 gerđina af hljóđfćrinu. Vonum viđ svo sannarlega ađ ţetta gangi eftir.

Ađ ţessu búnu bauđ hann gestum til kaffisamsćtis, á vegum Kvenfélagsins Vöku, sem var framlag ţess til hátíđarinnar og munar um minna.

bhg

Viđ annálsritarar ţökkum engum fyrir nema tónlistarmönnunum – ţađ er okkar hlutverk ađ fylgjast međ framgöngu ţeirra og ţeir ullu okkur svo sannarlega ekki vonbrigđum í maí 2011.

Međfylgjandi myndir tók Andrés Skúlason.

ób / bhg

 

 

Hafa samband